11.03.1935
Neðri deild: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í C-deild Alþingistíðinda. (3519)

55. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Pétur Halldórsson:

Þó þessar litlu breyt. við mjólkursölulögin fáist samþ. á þessu þingi þá álít ég þær ekki fullnægjandi, sérstaklega þegar tillit er tekið til mjólkurframleiðenda hér í Reykjavík. Ég vona, að tækifæri fáist síðar undir meðferð málsins að koma fram með brtt. til þess að rétta þeirra hag. Og treysti ég því fastlega, að þá gefist einnig tækifæri fyrir þá, sem líta vilja á hagsmuni framleiðendanna hér í Rvík, að taka þetta atriði til athugunar í samvinnu við hv. landbn. um leið og hún hefir frv. til athugunar.

Forseti leitaði atkv. um að vísa málinu til 2. umr., en þar sem ekki fékkst næg þátttaka, lýsti forseti yfir, að atkvgr. yrði frestað til næsta dags.