26.03.1935
Neðri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í C-deild Alþingistíðinda. (3542)

55. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl.]:

Brtt. þær, sem fyrir liggja, eru mjög misjafnar að innihaldi og hafa því misjafnar verkanir, ef þær verða samþ. Það mátti alltaf búast við því, að í mjólkursölumálinu kæmi hið sama fram og jafnan kemur fram, þegar rætt er um afurðasölumálin, að framleiðendur hafi mismunandi skoðanir í lausn málanna, enda þótt þeir hafi sameiginlega hagsmuni. Þetta kemur og greinilega fram í brtt. þeim, sem fyrir liggja nú. Ef t. d. lítið er á brtt. þm. Reykv., að verðjöfnunargjaldið falli niður, er fyrst og fremst miðað við hagsmuni framleiðenda innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þetta er ekki nema eðlilegt, því að það vill alltaf verða svo, þegar afurðasölumálin eru leyst, að þeir, sem nær búa markaðsstaðnum, telja sig ekki þurfa að kaupa þá, sem fjær búa, út af markaðnum, og telja sig geta notið markaðsins án þess að greiða þeim, sem fjær eru, þetta verðjöfnunargjald. Þess vegna telja þeir, að verðjöfnunargjaldið sé í raun og veru ósanngjarnt. Um þetta má deila í það óendanlega, en reynslan er aðeins sú, eins og bent hefir verið á hvað eftir annað undir umr. þessa máls, að þeir, sem notuðu markaðinn hér í Rvík og bjuggu í sjálfum bænum, voru orðnir aðkrepptir með markað undan Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Einn af mjólkurframleiðendum hér í Rvík hefir tjáð mér - og hefir hann leyft mér að nefna nafn sitt, ef menn skyldu rengja þetta -, að hann hafi selt mjólkina fyrir 42 aura pr. lítra og látið innheimta hana og dreifa meðal kaupendanna, en tapið hefði orðið svo mikið og framboðið annarsstaðar frá, að hann hafi fyrri part vetrar sagt upp öllum smærri kaupendum og unnið til að selja mjólkina fyrir 30 aura pr. lítra á 3-4 stöðum. Og segist þessi maður geta sýnt fram á, að þessi sala hafi borgað sig. - Þetta sýnir, að þrengslin hér á markaðinum voru orðin svo mikil, að þeir, sem næstir sátu markaðinum og framleiddu svo að segja undir bæjarveggnum hjá Rvík, gátu ekki orðið selt fyrir það verð, sem ákveðið var, og að betra var fyrir þá að fara niður í 30 aura heldur en að reyna að halda uppi samkeppninni eins og komið var. Mjólkurstríð hafa heldur aldrei endað öðruvísi heldur en eins og í Noregi, að þeir urðu verst úti, sem bjuggu næst markaðinum og höfðu bezt framleiðslutækin, þegar út í slaginn kom. En þar var ekki heldur mjólkurmálið leyst fyrr en allt var komið í öngþveiti.

Ef farið væri inn á þá leið, sem þessir hv. þm. halda hér fram, að menn, sem framleiða mjólk hér á kaupstaðarlóðinni, fái að selja hana beint án þess að greiða verðjöfnunargjaldið, þá hlyti niðurstaðan af því fyrirkomulagi að verða sú, að innan nokkurra mánaða yrði risinn upp í nágrenni Rvíkur fjöldi fjósa og þar framleidd mjólk af aðkeyptu heyi og fóðurbæti, í því trausti, að hægt yrði að selja mjólkina án þess að greiða verðjöfnunargjald. Þetta ákvæði yrði því til þess að skapa einskonar verksmiðjuiðnaða mjólk hér í Rvík. Ég held, að það sé því ekki hægt að fara sanngjarnlegar að heldur en gert er með mjólkurlögunum, að gefa þeim mönnum, sem framleiða mjólk á grasnyt, undanþágu frá verðjöfnunargjaldi. En þetta eru eðlilegar kröfur af þeim mönnum, sem sérstaklega telja sig eiga að sjá um hagsmuni þessa fólks, og þeim er því ekki láandi, þó þeir fari nokkuð lengra heldur en sanngjarnt getur talizt, því það verður alltaf svo, að menn líta ýmsum augum á þetta mál. Og ekki er hægt að neita því, að þó ég haldi fram þessum rökum, þá geta þeir haft þá skoðun, að sanngjarnt sé að bera fram þessar kröfur, sem hafa við svo lítil rök að styðjast.

Viðvíkjandi breyt. á þskj. 68 er nokkuð öðru máli að gegna. Þær kröfur eru bornar fram af þm. sveitakjördæma, hv. þm. Borgf., hv. þm. G.-K. og hv. 11. landsk., sem líka hefir boðið sig fram í sveitakjördæmi. Þarna koma fram allt aðrar kröfur, ekki kröfur um það, að fella niður þetta verðjöfnunargjald fyrir Rvík. En vegna hvers? Vegna þess, að þessir menn telja sig umboðsmenn fyrir önnur hagsmunasvæði. En það er einmitt vandinn í þessu mjólkurmáli, eins og kemur svo greinilega fram af þessum 2 frv., að sameina hagsmuni hinna mismunandi hagsmunasvæða. Og hér eru þessir hv. þm. komnir nákvæmlega inn á sama grundvöllinn eins og þeir eru að lá mjólkursölun., að hún standi á. Því hvað er þetta, að bera fram kröfur fyrir hagsmunasvæði Rvíkur og svo aðrar kröfur fyrir sveitirnar? Hvað er það annað en það, sem hefir verið að gerast á ýmsan hitt í mjólkursölunefndinni? Það er nákvæmlega það sama að sínu leyti eins og hefir verið að gerast í mjólkursölun., þar sem óneitanlega hefir verið barizt um hagsmuni hinna mismunandi svæða og þar sem þeim mönnum, sem hafa reynt að miðla málum, hefir tekizt það. Ef farið væri inn á till. þær, sem fyrir liggja frá þessum 3 hv. þm., þá yrði raunverulega gerð sú breyt. í l., að bráðabirgðaákvæðið um það, að mjólkursölun. skuli stjórna samsölunni, yrði numið burt. Samkv. þessum till. á mjólkursölun. ekki heldur, vegna þess að e-lið 9. gr. á að fella burt, að hafa úrskurðarvald um ýms mál, sem hún hefir í l. nú; og jafnframt á sú stj., sem búin kjósa, að stjórna samsölunni hér eftir og úrskurða ágreiningsmál um verðlag, verðjöfnunargjald og um það, hverjir eigi að njóta markaðanna o. s. frv. M. ö. o., sú stj., sem kjósa á skv. 1. gr. þessa frv. á þskj. 68, á að stjórna samsölunni að öllu leyti og ráða þeim málefnum, sem mjólkursölun. ræður nú. En, ég skal segja ykkur, hvers vegna ég beiti mér gegn þessu. Það er vegna þess, að inn í þessa stj., sem ætti að fara með þessi málefni samkv. þessum ákvæðum, mundu komast menn frá mismunandi hagsmunasvæðum, sem síðar ættu að úrskurða í sínum eigin málum, um það, hverjir ættu að sitja fyrir markaði, hvað hverjir ættu að greiða hátt verðjöfnunargjald og hvað hverjir ættu að fá mikið verðjöfnunargjald o. s. frv. M. ö. o., það mundi ráða í þessari stjórn, hvaða svæði yrðu ofan á í kosningum í hverjum tíma. Það yrði sama fyrirkomulagið og sama niðurstaðan eins og í Mjólkurbandalagi Suðurlands, og það gæti farið svo, að þau mismunandi hagsmunasvæði, eftir því hver yrðu ofan í á hverjum tíma. létu kné fylgja kviði gagnvart hinum. Það er ómögulegt að komast hjá þeirri hugsun, samkv. þeirri reynslu, sem við höfum úr Mjólkurbandalagi Suðurlands, og þeirri reynslu, sem við höfum nú af afurðasölumálunum yfirleitt, þar sem hinir mismunandi hagsmunir hljóta alltaf að berjast að einhverju leyti, að það sé ein bezta leiðin til þess að eyðileggja þessa samsölu að láta atkvæðamagnið ráða á hverjum tíma, hvaða hagsmunir verð ofan á, en ekki óhlutdræga menn. Því hvað góðir menn, sem kynnu að veljast í þessa stjórn, þá er ómögulegt að neita því, að það hefir aldrei þótt góð leið að láta menn dæma í sínum málum sjálfa. (HannJ: Er það ekki atkvæðamagn, sem ræður í n. nú?). Jú, það ræður atkvæðamagn m. a. þeirra manna, sem hafa verið skipaðir til þess að sjá jafnt um hagsmuni allra þeirra, sem standa að þessu máli. En ég skal benda á það í þessu sambandi, þar sem alltaf er verið að tala um það, hversu mikill friður mundi fást, ef tilnefndir væru menn í n. beint frá þessum mismunandi hagsmunasvæðum, að einmitt um þá mennina, sem tilnefndir eru beint, Egil Thorarensen og Eyjólf Jóhannsson, hefir orðið minnstur friður. Og það er vegna þess, að þessum ágætu mönnum hefir orðið það sama á og þeim hv. þm., sem bera fram till. hver á móti öðrum hér í þessari hv. d. Þeir hafa sjálfsagt álitið, að þeir væru hvor um sig umboðsmenn fyrir sitt svæði. þeim fundum, sem ég hefi verið um þessi mál, þá hafa menn almennt látið í ljós þá skoðun, og meira að segja þeir bændur, sem hafa gert þá kröfu að ná samsölunni í sínar hendur, að þeir álitu nauðsynlegt að hafa mjólkursölun, til þess að dæma í viðkvæmustu málunum eftir sem áður. Enda er hér sá meginmunur á till. hv. þm. Mýr. og hinum till., að þar er gert ráð fyrir því, að það, hvernig mjólkin er seld og hvaða aðferðum sé við það beitt, sé það, sem fengið er í hendur framleiðendanna, en öll ágreiningsatriði viðvíkjandi verðjöfnunargjaldi, hverjir eigi að sitja fyrir markaði og allt, sem getur orðið að ágreiningi meðal framleiðendanna sjálfra, í eftir sem áður að vera í höndum mjólkursölun., sem á að vera dómstóll um þau atriði. Þetta er sá stórkostlegi munur, sem er á till. hv. þm. Mýr. og till. þeim, sem fyrir liggja frá hinum 3 hv. þm. (HannJ: Þá er að samþ. till. hv. þm. Mýr.). Þá er að samþ. þær till., segir hv. þm. En leyfist mér að benda á það, hvað það er óheppilegt fyrir mjólkursöluna yfirleitt að breyta henni að óþörfu áður en hún hefir fengið fullkominn tíma til þess að sýna, hvað hún getur undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er. Mér leyfist kannske líka að benda á það, að í sjálfum l. er ákveðið, að í reglulegu Alþingi 1936 skuli þau tekin aftur til endurskoðunar. Eins og nú standa sakir er mjög fjarri því, að það sé komin full reynsla á um það, hvernig l. muni duga eftir þennan stutta tíma, sem starfað hefir verið eftir þessu fyrirkomulagi. Og ég verð að segja, að það sé einkennilega mikið bráðlæti að þurfa endilega að ráðast á þessi l. eftir 21/2 mán., þegar á að taka þau aftur til athugunar 1936; enda hygg ég, að því, sem vakir fyrir landbn., og sérstaklega hv. þm. Mýr., með þessum till., sé auðvelt að koma til framkvæmda með l. eins og þau eru nú. Ég get sagt það þegar í stað, að ég hefi alltaf undantekningarlaust á öllum þeim fundum, sem ég hefi verið á með framleiðendunum, lýst því yfir, og skal lýsa því yfir ennþá í þessari hv. d., að um leið og þeir koma sér saman um það, hvernig þessum málum skuli skipað, skuli ég afhenda þeim samsöluna. En meðan ég sé, að þeir geta ekki komið sér saman og berast á banaspjótum um hagsmuni innbyrðis, þá dettur mér ekki í hug að kasta samsölunni út í það, sem ég veit, að er ekki annað en að eyðileggja hana. En ég hefi hugsað mér að koma fram með miðlunartill. viðvíkjandi því, hvernig samsölunni yrði stjórnað eftir 1. maí. Ég hefi a. m. k. nokkra tryggingu fyrir því, að þær till. muni verða samþ. af Mjólkurbúi Flóamanna, sem hefir verið tregast til samkomulags um þessi atriði; og ég get jafnframt lýst yfir því, að í þessari sölustjórn muni framleiðendur, eða menn, sem þeir tilnefna beint, verða í hreinum meiri hl., sem vitanlega er það, sem framleiðendur eru að sækjast eftir, að ráða gersamlega óskorað um allt, sem snertir hagsmuni þeirra, dreifingu mjólkurinnar og kostnað, sem af því leiðir. Þessu hefi ég lýst yfir núna fyrir nokkrum dögum og get lýst því yfir enn, að ég skal bjóða framleiðendum upp á það samkomulag í þessu máli - og ég býst við, að framleiðendur muni ganga inn á það -, að þeir hafi hreinan meiri hl. tilnefndan í stjórn samsölunnar, og þá ráða þeir öllu, sem snertir þeirra hagsmuni viðvíkjandi þessu máli. En þá get ég um leið haft það fyrirkomulag, að komizt verði hjá því að barizt verði innbyrðis í afurðasölumálunum viðvíkjandi sölu mjólkur, eins og því miður hefir átt sér stað víða annarsstaðar, og mætti finna þess mörg dæmi. Þetta atriði er það vitanlega, sem vakir fyrir meiri hl. landbn., og ég vænti, að það sé hægt að ná því alveg án þess að hringla með þessa löggjöf, sem reyndar verður ekki gert, því ég mun hiklaust beita mér gegn því í hv. Ed., þó svo kunni að fara, að það verði samþ. hér í þessari hv. d. Það verður þess vegna alveg árangurslaust að láta það koma til Ed., því niðurstaðan mun ekki verða önnur en sú, að þessar till. verða felldar.

Hvað viðvíkur hinu atriðinu, sem líka vakir fyrir meiri hl. landbn., að seld verði vélhreinsuð og kæld mjólk, þá hefi ég verið spurður um, hvernig ég liti á það, hvort nú mundi vera hægt að selja vélhreinsaða og kælda mjólk samkv. þeim ákvæðum, sem nú gilda í l. Þetta er annað atriðið af tveimur, sem virðist vaka fyrir meiri hl. landbn., að komist til framkvæmda. Ég hefi nú bent á, að því fyrra er hægt að koma fyrir samkv. l. sjálfum, að framleiðendur ráði hreinum meiri hl. með beinni tilnefningu í stj. samsölunnar. En þá komum við að síðara atriðinu, hvort hægt sé að framkvæma það án lagabreyt. Og um þetta atriði var sérstaklega beint til mín fyrirspurn frá hv. þm. G.-K. Ég er sannast að segja ekki í neinum vafa um, að samkv. l. eins og þau eru nú er þetta heimilt, vegna þess að í 2. málsgr. 7. gr. er um þá framleiðslu sagt: „Um framleiðslu og meðferð á mjólk handa ungbörnum og sjúklingum skulu sett ákvæði í reglugerð, í samráði við yfirstjórn heilbrigðismálanna. Sala á þeirri mjólk skal fara fram á sama hátt og sala á annari neyzlumjólk.“ M. ö. o., það er ekki skilgreint, hvernig framleiðslan á þessari barnamjólk og sjúkramjólk á að vera. Það er þess vegna á valdi þess, sem setur reglugerðina, að ákveða það, hvernig framleiðslu þessarar mjólkur skuli hagað. Ég er þess vegna ekki í neinum vafa um, að það mætti heimfæra framleiðslu þessarar tegundar mjólkur undir það ákvæði, að það væri sjúkramjólk. Um þessa framleiðsluaðferð á mjólk eyddi hv. þm. G.-K. m. a. löngum tíma til þess að tala, og að mínu viti talaði hann þar alveg rétt og með góðum rökum. Það er rétt hjá honum, að hin svokallaða stassanisering er þannig, að mjólkin tapar mjög litlu, en í stað þess fæst mjólk, sem er örugg talin til neyzlu. Hvort þessi aðferð fer vaxandi eða þverrandi, skal ég ekkert um segja. En þó má benda á það, að eitt af stærstu löndum álfunnar hefir nú nýlega lögboðið stassaniseringu á allri mjólk, vegna þess að öryggið, sem fæst við hana, þykir meira virði heldur en það litla, sem mjólkin tapar í gæðum, eins og hv. þm. G.-K. líka tók fram. Vélhreinsuð mjólk er hinsvegar aldrei eins örugg. Spurningin er því aðeins sú, hvort löggjafinn á að láta það eftir neytendunum, að þeir fái svo að segja mjólk hver eftir sínum smekk. Það eru ýmsir löggjafar, sem álíta það rangt, að neytendur fái þessa mjólk, þar sem vitanlegt er, að hún er ekki eins örugg eins og hin stassaniseraða mjólk, þó gæðin séu örlítið meiri, ef eftirlitið við framleiðsluna er verulega gott. Í þessu sambandi má benda á það, að núna seinustu dagana hafa verið fluttar hingað til Rvíkur 3 kýr með svo svæsna berkla, að það hafði orðið að slátra þeim samstundis. Ef mjólkin á að vera vélhreinsuð, þá krefur það mjög ýtarlega læknisskoðun á því fólki, sem er við mjaltir, og sömuleiðis nautgripunum, ásamt ýmsu öðru nákvæmu eftirliti, og þó getur mjólkin aldrei orðið eins örugg og stassaniseruð mjólk, því alltaf geta komið upp einhverjir sjúkdómar, sem eru hættulegir fyrir þá, sem neyta mjólkurinnar, og komast í mjólkina gegnum það fólk, sem vinnur við mjaltir. Ég get samt sem áður, þó þetta sé ekki siður annarsstaðar, neitað því, að sjálfsagt sé að taka þetta mál til yfirvegunar, hvort rétt sé að láta það eftir neytendunum að fá þessa mjólk, sem kann að vera eitthvað betri að gæðum, en hinsvegar ekki eins örugg eins og mjólk, sem er stassaniseruð. Því mundi náttúrlega fylgja talsverð áhætta, vegna þess að mjólkinni yrði þá steypt saman í stórum slumpum. En ég álít, að þetta sé heimilt samkv. l. eins og þau eru nú. Það, sem hefir verið gert í þessu máli, að fá mjólk frá Kleppi, vélhreinsa hana og kæla, er tvímælalaust að gæti nægt, því allir læknar eru sammála um það, að sú mjólk, sem framleidd er þar, sé í raun og veru alveg eins örugg og önnur mjólk, enda hafa 3 læknar og börn þeirra neytt hennar. En það getur vel verið, að það sé ástæða til að gera enn meira fyrir neytendurna á þessu sviði, vegna þess að þó þessi mjólk, sem þarna er framleidd, sé verulega góð mjólk, þá er það einhvernveginn komið inn í tilfinningu manna, að svo sé ekki.

Um það má alltaf deila, hve langt á að fara í því að taka tillit til þessara tilfinninga neytendanna, hvort jafnframt gerilsneyddri mjólk á að leyfa framleiðslu á ógerilsneyddri mjólk, en það heimila l. nú. Ef fara á eftir till. hv. 3. þm. Reykv. og leggja allt í hendur framleiðenda, þá verður að breyta l. En því sama má ná með því að fara að till. meiri hl. landbn. Væri það skynsamlegra en að fara að hringla með þetta nú, sérstaklega þar sem endurskoða á mjólkurl. á þingi 1936.