01.11.1935
Neðri deild: 62. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í C-deild Alþingistíðinda. (3625)

151. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég ætla ekki að fara langt út í að ræða þetta mál, en ég vil gera það að till. minni, að í stað þess, að þetta mál fari til sjútvn., þá fari það til fjhn., af því að það snertir gjald, sem upphaflega var sett á sem liður í tekjuöflun ríkissjóðs. Annars vil ég taka það fram, að ég sé ekki nokkrar líkur fyrir því, að ríkissjóður þoli nú að verða af þeim tekjum, sem þetta gjald hefir fært honum. Að öðru leyti skal ég ekki fara út í þessar umr., en vildi aðeins gera þetta að till. minni, að málinu verði vísað til fjhn.