18.11.1935
Neðri deild: 76. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (3690)

165. mál, vörugjald Sauðárkrókshrepps

Frsm. meiri hl. (Sigfús Jónsson):

Fjhn. hefir haft þetta mál til meðferðar og ekki getað orðið á eitt sátt um það. Meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ., og einn nm. af þeim hluta áskildi sér rétt til að bera fram brtt., sem nú er fram komin á þskj. 549. En einn nm. gat ekki fallizt á frv. og kom fram með sérstakt nál.

Ég skal geta þess, að eins og tekið er fram í grg. frv., þá litum við flm. svo á, að þetta væri aðeins bráðabirgðaráðstöfun þangað til löggjöf yrði sett um þetta nauðsynjamál sveitar- og bæjarfélaga almennt. Þar sem fram er komin till. til þál. um að fela hæstv. ríkisstj. að undirbúa þetta mál til næsta þings, þá má telja líklegt, að það verði afgr. á því þingi, þó vitanlega sé það ekkert víst. En þó sú löggjöf yrði sett, kemur það ekki að notum í þessu tilfelli, þar sem fólkið stendur uppi allslaust undir veturinn.

Hinsvegar getur þetta frv. komið að þeim notum, sem til er ætlazt, í bráðina, þó brtt. hv. 1. þm. Árn. verði samþ., og því getum við flm. sætt okkur við hana. Vænti ég, að með þeirri breyt. geti meginþorri dm. fallizt á frv.