18.03.1935
Neðri deild: 31. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 360 í C-deild Alþingistíðinda. (3760)

11. mál, sveitarstjórnarkosningar

Thor Thors:

Ég skal ekki fjölyrða um þetta mál á þessu stigi þess.

Það er rétt, sem hv. 1. landsk. þm. skýrði frá, að samkomulag sé um það innan allshn. að láta ágreiningsatriði þessa máls bíða til 3. umr. Ég gat þess við 1. umr. málsins, að mér fyndist þetta frv. ekki svo vel úr garði gert sem æskilegt væri og vakti fyrir þinginu 1933, þegar samþ. var þál. um að láta samræma löggjöfina um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða við l. um kosningar til Alþingis. Ágreiningurinn er nú um það, hvort eigi að lögbjóða hlutfallskosningar alstaðar í sveitum í þessum málefnum þeirra. Ég tel slíkt lögboð sízt til bóta, en er hlynntur því, að helmild til þess sé lögfest, að slíkar hlutfallskosningar megi viðhafa, ef viðkomandi sveit óskar þess. við munum flytja við 3. umr. brtt. um þetta efni og um val á sýslunefndarmönnum. Ég hygg, að ekki aðeins sjálfstæðismenn, heldur líka framsóknarmenn muni standa að þeim brtt. vona ég því, að þær nái fram að ganga.