08.03.1935
Neðri deild: 23. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í C-deild Alþingistíðinda. (3860)

48. mál, fyrning verslunarskulda

Garðar Þorsteinsson:

Ég var einn af þeim mönnum, sem höfðu mál þetta til meðferðar í allshn. í fyrra, og skilaði ég sérstöku áliti, sem gekk í þá átt, að frv. yrði samþ. Ég er sömu skoðunar enn, nema hvað ég hefi heldur styrkzt í trúnni. - Ég sé ekki ástæðu til að metast um, í hvaða n. frv. skuli fara, en ég get ekki skilið, og þykir hálfleiðinlegt, að hv. form. landbn. skuli skorast undan að taka við málinu. Ég get vel skilið hv. meðnm. mína, þó þeir óski ekki eftir að fá málið aftur til meðferðar, því sennilega eru þeir komnir á aðra skoðun nú og mundu greiða frv. atkv., þó þeir kunni ekki við að opinbera skoðanaskipti sín. Tel ég því rétt að verða við ósk þeirra, til að gefa þeim kost á að fylgja málinn þrátt fyrir fyrri afstöðu.