23.03.1935
Neðri deild: 36. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 529 í C-deild Alþingistíðinda. (4058)

110. mál, eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga

Magnús Torfason:

Ég held, að misskilningur sé í þessu, sem haldið hefir verið hér fram. Það eru til gömul lög, sem heimila að taka eignarnámi lóðir í kaupstöðum handa verzlunum. Ég hygg, að þetta mál sé sambærilegt við það. Hér er aðeins um sveitaverzlun að ræða. Ég hygg því, að hér sé ekki um neitt brot á stjskr. að ræða. Hitt er annað mál, að það er þingsins að athuga það, hvort ástæða sé til að taka land eignarnámi í hverju einstöku tilfelli. Og það mundi vera verkefni þingnefndar að athuga það, eftir að hún hefði leitað sér tilbærra upplýsinga. Ég tel því sjálfsagt að hleypa málinu til 2. umr. og nefndar.