04.04.1935
Neðri deild: 44. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í C-deild Alþingistíðinda. (4081)

110. mál, eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga

Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Ég held, að ég hafi tekið það nógsamlega skýrt fram áður, hvers vegna ég greiði ekki atkv. um þetta mál. Ákvæði þessa frv. brýtur svo ótvírætt í bága við stjskr., að jafnrökvís maður og hæstv. forseti er hlýtur að koma auga á það. Frv. gerir ráð fyrir því, að 40 ha. óræktaðs lands verði teknir eignarnámi, og rökin, sem færð eru fyrir þessu, eru ekki önnur en þau, að það þurfi lóð undir hús kaupfélagsins þar eystra og beit fyrir hesta, sem standa við í 1-2 tíma. Af þessum ástæðum vil ég ekki greiða atkv. um þetta mál.