04.04.1935
Neðri deild: 44. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í C-deild Alþingistíðinda. (4082)

110. mál, eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga

Forseti (JörB):

Það þýðir ekki að fjölyrða frekar um þetta. Það hefir þó nokkrum sinnum komið fyrir, að ákvæði hafa staðið í frv., sem talin hafa verið á byrjunarstigi, þegar þau hafa verið lögð fram við 1. umr., og hefir þá verið talið af sumum, að þau mundu brjóta í bága við stjskr. Samt hefir málinu verið vísað til 2. umr. og n., í því skyni, að hún fengi tækifæri til þess að athuga, hvort ekki væri hægt að bæta slíka galla. Nú hefi ég ekki látið það í ljós, að ég teldi, að ákvæði þessa frv. kynnu að vera vafasöm. En ég hefi áður minnzt á það, að ef um slíkt hefði verið að ræða, þá væri það verkefni n. þeirrar, sem um málið fjallar, að athuga þessi vafaákvæði frv. Ef ég hefði svo að því loknu komizt að þeirri niðurstöðu, að einhver ákvæði frv. brytu í bága við stjskr., þá mundi ég vitaskuld annaðhvort vísa málinu frá eða krefjast leiðréttingar á slíkum göllum.