19.10.1935
Neðri deild: 52. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í C-deild Alþingistíðinda. (4106)

117. mál, sjóðir líftryggingafélaga

Jakob Möller:

Ég verð að telja það ófært, þegar 6 mán. hlé er orðið á störfum þingsins, og mál koma fyrir eftir þinghlé, að ekki sé gerð grein fyrir þeim, enda þótt þau aldrei nema hafi legið fyrir á fyrri hluta þingsins. Hvað frv. það snertir, sem hér á að greiða atkv. um, þá mun það byggt á öðru frv., og getur því ekki orðið að lögum nema því aðeins, að það verði að lögum líka. En nú hefi ég einmitt heyrt sagt, að það muni ekki ná fram að ganga, á þessu þingi a. m. k. af þessum ástæðum treysti ég mér ekki til greiða atkv. Þó að ég sé einn þeirra þm., sem enga dagskrá hafa fengið, þá skiptir það engu máli í þessu sambandi.