04.11.1935
Neðri deild: 64. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í C-deild Alþingistíðinda. (4159)

153. mál, garðyrkjuskóli

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl.]:

Ég skal nú ekki lengja mikið umr. En þar sem hv. 9. landsk. minntist á þetta með manninn, sem kom hlaupandi til hans með frv., þá vil ég aðeins segja það, að það er ekki hægt að snúa sér frá þessu máli eins og það var með því að gera sér tæpitungu um hlaup aftur í tímann. Það er satt, að málið hafði fallið niður eftir að Alþfl.þingið hafði tekið afstöðu til þess. En þegar ríkisstj. fór að undirbúa þetta mál og sá maður, sem ég hefi minnzt á, komst að því, hleypur hann til hv. þm. og segir, að Alþfl. verði að vera á undan. Þess vegna er það, að hv. flm. hefir aldrei samið frv. á þskj. 419, heldur maðurinn, sem kom með það til hans. Það finnur hver maður hér í d., að ég er að segja satt, og það finnst á því, að hv. 9. landsk. kiknar í öxlunum.

Þá kem ég að hinu atriðinu, sem er álíka broslegt, og það er um jarðeplanotkunina. Í frv. segir, að jarðeplanotkun vor sé um 50 kg. á mann, og það er rétt, við borðum allar þessar kartöflur. Svo er haldið áfram í frv.: „Norðmenn nota um 200 kg. og Þjóðverjar allt að 200 kg.“ Í áframhaldi af því, að við notum, þ. e. a. s. borðum, ó0 kg. af kartöflum, þá er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en svo, að Þjóðverjar borði þessi 500 reyndar veit, að hv. 9. landsk., sem réttir sig nú upp í sæti sínu og vill bera sig borginmannlega, hefir ekki verulegan skilning á því, hvað jarðrækt er, sjálfsagt ekki meiri heldur en ég, enda datt mér ekki í hug að semja frv. sjálfur. Ég fór því til Steingríms Steinþórssonar, til Bjarna á Reykjum, sem fengizt hefir mikið við garðrækt, og til Sigurðar Sigurðssonar, 0g þeir gengu frá þessu frv., sem hér liggur fyrir. Hinsvegar hefir maðurinn, sem lagði frv. á þskj. 419 upp í hendurnar á hv. 9. landsk., ekki haft þá þekkingu til að bera, sem var í samræmi við áhuga hans fyrir málinu.