12.12.1935
Neðri deild: 97. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í C-deild Alþingistíðinda. (4343)

191. mál, þingsköp Alþingis

Jakob Möller [óyfirl.]:

Hv. 2. landsk. véfengdi, að rétt væri hjá mér, að það væri stjskr.brot að svipta forseta atkvæðisrétti. Ég hefi þetta nú eftir kennslubók eftir Einar Arnórsson hæstaréttardómara. Slíkt er áreiðanlega skýlaust brot á rétti hvers þm. Enginn þm. verður sviptur þessum rétti með þingskapaákvæði.

Önnur aths. hans var eingöngu mínu máli til stuðnings. Í þingsköpunum er skýrt tekið fram, hvenær auður seðill telst greitt atkv. 1 17. gr. þeirra segir svo:

„Rétt kosinn í nefnd við óhlutbundna kosningu, — þ. e. við aðra kosningu en hlutfallskosningu — er sá, er hlotið hefir þriðjung greiddra atkvæða, og aðeins hér telst suður seðill greitt atkvæði“.

Í öllum tilfellum nema þessu er auður seðill því ógreitt atkv. En nú er þingnefnd aldrei kosin óhlutbundinni kosningu lengur. Auður seðill er því í framkvæmd ávallt ógreitt atkv.