09.03.1935
Efri deild: 21. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í C-deild Alþingistíðinda. (4446)

51. mál, eftirlit með sjóðum og sjálfseignarstofnunum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Mér korn það kynlega fyrir, sem hv. 1. þm. Eyf. hélt fram um fjallskilasjóði. Ég skal ekki þjarka mikið um það mál, en læt mér nægja, með leyfi hæstv. forseta, að lesa upp 5. málsgr. 25. gr. úr sveitarstjórnarl.:

„Fyrir 15. janúarmánaðar ár hvert skal reikningshaldari einnig gera reikning fjallskilasjóðs hreppsins síðastliðið almenaksár. Skal öll hreppsnefndin og rannsaka þann reikning og bera ábyrgð á, að hann sé réttur. Um yfirskoðun þessa reiknings og úrskurðun skulu gilda öll. hin sömu fyrirmæli sem um reikning hreppsins“.

Sýnir þetta óhrekjanlega, að í lögum er gert ráð fyrir og beinlínis fyrirskipað að hafa fjallskilasjóði.

Hv. þm. útskýrði, hvaða sjóðir heyra undir þessi 1. Skildist mér það eiga að vera sjóðir, sem ekki væru í eign ákveðins aðilja. Þetta mál yrði víst að diskútera lengur en tími er til hér, ef komast ætti að ákveðinni niðurstöðu um það atriði. Getur það verið álitamál, hvað teljast skuli ákveðinn aðili.

Að lokum yfirgekk hv. þm. mig alveg með því að líkja frv. sínu við evangelíum það, sem Kristur kom fram með, og með því að líkja sjálfum sér við hann, er hv. þm. kvaðst ekki vera fram kominn til að afnema lögmálið og spámennina, heldur til að fullkomna það. Margir munu þeir vera, er telja þetta sjálfsálit, og það ekki lítið, hjá hv. 1. þm. Eyf.