09.03.1935
Efri deild: 21. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 771 í C-deild Alþingistíðinda. (4447)

51. mál, eftirlit með sjóðum og sjálfseignarstofnunum

Flm. (Bernharð Stefánsson):

Ég sé ekki, að það, sem hv. þm. Dal. sagði um fjallskilasjóði, hreki það, sem ég sagði. Þó að ákveðið sé í sveitarstjórnarl., að reikningar fjallskilasjóða, ef til eru, skuli gerðir fyrir ákveðinn tíma ár hvert, þá sé ég ekki, að það ákveði nokkuð það, hvort fjallskilasjóðir eigi að vera til. T. d. er reikningshald sjóða í Eyjafjarðarsýslu í ágætu lagi, en þar eru engir fjallskilasjóðir til. Er þar jafnað niður á menn gangnaskilum, er þeir eiga að inna af hendi, og kemur það í stað þess hlutverks, sem fjallskilasjóðum er ætlað annarsstaðar. Þetta er í samræmi við fjallskilareglugerð sýslunnar, sem staðfest er af stjórnarráðinu.