09.03.1935
Efri deild: 21. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 771 í C-deild Alþingistíðinda. (4448)

51. mál, eftirlit með sjóðum og sjálfseignarstofnunum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Við hv. flm. erum nú komnir nokkuð langt út frá efninu. Ég las hér upp úr l., að hver oddviti ætti að gera reikning fjallskilasjóðs. Þá gefur hv. flm. í skyn, að þessi l. séu ekki lesin svona í Eyjafirði. Það er eins og þegar maðurinn var að deila við granna sinn um stjórnmál. Hann kvað þetta standa í Ísafold, en hinn þrætti. Sækir hann þá Ísafold og les fyrir honum. „Ekki les ég það svona í minni Ísafold“, sagði hinn. — Þó að þetta kunni að vera svona eftir fjallskilareglugerð Eyjafjarðarsýslu og jafnvel samþ. af stjórnarráðinu, þá afnemur það þó ekki lög.