25.11.1935
Efri deild: 78. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í C-deild Alþingistíðinda. (4477)

60. mál, klakstöðvar

Frsm. (Jón Baldvinsson). (óyfirl.):

Það má vera, að ég hafi ekki í ræðu minni gefir upplýsingar um, hvað það muni kosta að kaupa eða taka á leigu veiðiréttindi í þeim veiðiám er um ræðir í frv. Enda álít ég, að erfitt sé að gera, áætlun um það, og auk þess tel ég, að það sé ekki, rétt að, nefna ákveðnar, fjárupphæðir. Það veit ég, að hv. þm. getur skilið. Þar sem ríkisstj. á að leita samninga um kaup eða leigu á laxveiðiám, þá er það mjög varhugavert og gæti leitt til þess, að samningar tefðust eða færust fyrir, ef gefnar væru upp ákveðnar tölur í því samb. fyrirfram. Hv. 1. þm. Skagf. hlýtur að geta gert sér grein fyrir því, að þetta muni velta á talsvert stórum fjárupphæðum, ef keypt eru eða tekin á leigu veiðiréttindi í tveimur helztu laxveiðiám á landinu. Það gæti spillt aðstöðu ríkisstj. til samninga við hlutaðeigendur, ef nefndar eru ákveðnar tölur eða sett takmörk um þær fyrirfram. Ég get sagt hv. þm. prívat, hvað veiðiréttindi hafa verið seld, en það er varhugavert að gefa þar byr í seglin.

Ég hygg, að hæstv. forsrh. hafi mjög góðan kunnugleik og þekkingu á þessum efnum og geti farið nærri um það, hvað gefa megi fyrir þessar veiðiár. Ég vil komast hjá því að nefna ákveðnar tölur, en skal hinsvegar segja hv. þm., hvað hluti úr laxveiðiá var seldur fyrir 2—3 árum síðan.