03.12.1935
Efri deild: 85. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 809 í C-deild Alþingistíðinda. (4494)

60. mál, klakstöðvar

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Ég ætla ekki að tefja frekar þessar umr., aðeins að bera fram smávægilega leiðréttingu. Í 9. og 10. gr. frv. er tvítekin setningin: „Með brot gegn 2. gr. skal fara eftir almennum ákvæðum tolllaga“. Ég flyt skrifl. brtt. um að fella þessa setningu niður úr 9. gr., svo hljóðandi: „Annar málsl. falli niður“, Þetta er í rauninni ekkert annað en leiðrétting.