03.12.1935
Efri deild: 85. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 810 í C-deild Alþingistíðinda. (4496)

60. mál, klakstöðvar

Ingvar Pálmason:

Mér skildist á hv. 1. þm. Skagf., að hann teldi, að brtt. hans hefði verið betri eins og ég vildi hafa hana. Hinsvegar fannst honum koma fram hjá mér óþarfa nákvæmni um að verja stj. En það er ekki síður virðing Alþingis en stj., sem ég vil vernda. Mér finnst það ekki viðeigandi, að Alþingi fari að veita slíka heimild vissum þm., sem eru raunar ekki þm. nema meðan þing situr.

Hv. þm. spurði, hvort ég myndi flytja brtt., en ég býst ekki við að gera það. Ef hv. flm. álíta rétt að bæta úr þessu, þá gera þeir það væntanlega, en ég sé ekki ástæðu til að fara að umbæta þeirra handaverk.