01.04.1935
Efri deild: 39. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í C-deild Alþingistíðinda. (4524)

94. mál, einkaleyfi til að flytja út hrafntinnu

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson) [óyfirl.]:

Út af þessum ummælum hv. minni hl. fjhn. vil ég benda á, að hann er í raun og veru ekki lengur orðinn neinn minni hl., þar sem hér er komin 3. umr. málsins og þessi hv. þm. hefir enn engu áliti skilað á frv. Hann hefir því afsalað sér öllum rétti sem minni hl. alveg bersýnilega. Frv. kom hér til 2. umr. 22. marz, og sýnist því ekki, að málinn sé hraðað um of, enda er bersýnilegt, ef nokkur von á að vera með framgang frv. á þessu þingi, að þá verður tvímælalaust að samþ. frv. nú. Það er ekki eins og þessum rétti sé sleppt um tíma og eilífð, þó einkaleyfi sé veitt um 5 ára skeið. Mér sýnist ekki betur en að full ástæða sé til þess að afgr. þetta frv., og vil því fastlega mælast til þess, að hæstv. forseti láti afgr. frv. nú þegar.