17.12.1935
Neðri deild: 101. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í C-deild Alþingistíðinda. (4579)

125. mál, lax- og silungsveiði

Páll Zóphóníasson:

Ég kann ekki við að leggjast á náinn, og þess vegna skal ég ekki segja neitt við hv. 11. landsk., annað en það, að ég mun ekki greiða atkv. með hans till.

Tilefnið til þess, að ég stóð upp, voru orð hv. 1. þm. Árn. viðvíkjandi brtt. þeirra þremenninganna á þskj. 869. Ég get að vísu fylgt þeim till. og mun greiða þeim atkv. mitt. En hv. þm. lét þau orð falla, að það gæti orðið óheppilegt upp á framkvæmd l.samþ. þá brtt. landbn., þar sem svo væri að orði komizt, að aldrei mætti girða yfir straumlínu ár, og vildi halda því fram, að betri skilgreining væri að nota orðið aðalstraumlína. Þessu vil ég mótmæla. Í laxalögunum, sem samin eru af þessum hv. þm., er aðeins ein útskýring til á straumlínu, en það er engin útskýring til á aðalstraumlínu. Þess vegna orkar þetta ekki tvímælis. Það er ekki til nema ein straumlína, — aðalstraumlína er ekki til. — En sem sagt, þetta skiptir svo litlu máli, að ég mun greiða þessum brtt. atkv. mitt.