13.03.1935
Neðri deild: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er ekki alveg ljóst af lögum um tekju- og eignarskatt, sem samþ. voru á síðasta þingi, hvort undirskattanefndir eiga að halda áfram störfum sínum. En hinsvegar er það svo, að heppilegra þykir að svo verði. Og til þess að taka allan vafa af í þessu efni, gaf ég út bráðabirgðalög í vetur, og það eru þau, sem liggja hér nú fyrir. Vænti ég þess, að hv. þdm. geti orðið við tilmælum mínum og samþ. lög þessi. Leyfi ég mér að leggja til, að frv. þessu verði að lokinni þessari 1. umr. vísað til fjhn.