21.11.1935
Efri deild: 75. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í C-deild Alþingistíðinda. (4635)

145. mál, skotvopn og skotfæri

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl.]:

Ég er búinn að gefa skýringu á þessu. Það koma auðvitað ekki aðrir til mála en hreppstjórar og sýslumennirnir, sem hafa með svona mál að gera. En ég get svarað um leið þeim mótbárum gegn frv., að það verði mikið verk að semja skrárnar, að þær eru tómar fjarstæður. Vopn endast langan tíma, og þegar einu sinni er búið að semja skrárnar, þá þarf litlar breyt. að gera á þeim. (JAJ: Menn geta skipzt á vopnum). Menn geta auðvitað svikið allt. En þessi býst ég við, að framkvæmdin verði, sem t. d. sýslumaður Dalamanna lætur sína hreppstjóra annast. Mótbárur hv. 1. þm. Reykv., að þetta verði mikið verk, eru ekki annað en fjarstæður.