25.03.1935
Sameinað þing: 6. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í D-deild Alþingistíðinda. (4699)

112. mál, verðuppbót á útflutt kjöt

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég þarf ekki að láta mörg orð fylgja þessari till. og læt nægja að vísa til grg. Ástæðan til till. er sú, að markaður fyrir íslenzkt kjöt varð sérlega lélegur 1934. Er gert ráð fyrir að afla tekna til verðuppbótarinnar með því að færa niður þrjá liði í fjárl. fyrir 1935, og er gerð nánari grein fyrir því í grg. Óska ég þess, að þáltill. verði vísað til 2. umr. og fjvn.