02.04.1935
Sameinað þing: 8. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í D-deild Alþingistíðinda. (4726)

112. mál, verðuppbót á útflutt kjöt

Jón Baldvinsson:

Það eru aðeins örfá orð út af spurningu, sem hv. þm. Borgf. varpaði fram til Alþfl. Hann spurði, hvort það væri satt, að Alþýðuflokksmenn hefðu verið tilbúnir að samþ. till. um frestun á prentun þingtíðindanna, ef allir sjálfstæðismenn væru því samþykkir. Ég segi það aðeins fyrir mig, að ég hefði aldrei léð mitt atkv. til að samþ. slíka till., og ég veit ekki til, að það hafi komið til orða í Alþfl.samþ. hana. — Ég vildi aðeins ekki láta þetta standa ómótmælt í þingtíðindunum.