03.04.1935
Sameinað þing: 9. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í D-deild Alþingistíðinda. (4743)

124. mál, frestun á fundum Alþingis

Ólafur Thors:

Það er á valdi okkar sjálfstæðismanna að synja um afbrigði þau, sem þarf til þess að taka þetta mál nú fyrir, en það hefir orðið að samkomulagi milli okkar og hæstv. for seta og hæstv. ríkisstj., að þessi afbrigði verði leyfð, enda verði þessi till. þá tekin til umr. í Sþ. annað kvöld kl. 8 og þeim umr. útvarpað, og standi þær í 4 klukkustundir, þannig að hver flokkur hafi einnar stundar ræðutíma.

Með þessum forsendum hefir Sjálfstfl. ályktað að greiða atkv. með þeim afbrigðum frá þingsköpum, sem hér er farið fram á.