31.10.1935
Sameinað þing: 18. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í D-deild Alþingistíðinda. (4812)

139. mál, landhelgisgæsla

Jóhann Jósefsson:

Ég vil leiðrétta það í ræðu hv. þm. Borgf., er hann sagði, að ég hefði fyrirfram tekið afstöðu í málinu, á móti því að till. næði fram að ganga, því að ég gæti ekki hugsað mér aðra landhelgisgæzlu en nú er, né framkvæmda á öðrum skipum en fyrir eru. Þetta er ekki rétt. En ég sagði, að ég vildi ekki greiða atkv. með því að heimila undirbúning á sölu á þessum skipum, fyrr en ég hefði átt kost á að kynna mér fyrirliggjandi till., sem hv. þm. Borgf. og þeir í fjvn. þekkja til hlítar, en aðrir ekki. Þetta var ástæðan til þess, að ég vil ekki greiða atkv. með till., en ekki það, sem hv. þm. sagði, að ég væri skilyrðislaust á móti breytingum á landhelgisgæzlunni.