04.03.1935
Neðri deild: 19. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að svara þessu neitt. En þó vil ég taka fram, að það er náttúrlega engin ákvörðun tekin enn um þingfrestun. þess vegna er engin ástæða til að haga nú afgreiðslu mála með tilliti til þess. Jafnvel þótt svo færi, að þingi yrði frestað, má taka ákvörðun um afgreiðslu þessa máls síðar, því að enn eru eftir 3 umr. í Ed.