25.03.1935
Sameinað þing: 6. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í D-deild Alþingistíðinda. (4850)

24. mál, talskeytastöðvar í fiskiskip

Frsm. (Þorbergur Þorleifsson):

Fjvn. hefir athugað þessa þáltill., sem hér liggur fyrir, og telur, að hér sé um nauðsynlegt mál að ræða. N. átti tal við landssímastjóra um málið, og hann upplýsti, að það væri þegar ákveðið, að á næsta ári skyldu byggðar um 20 stöðvar. Þar sem geta ríkissjóðs í þessum efnum er lítil, eins og kunnugt er, leit n. svo á, að þótt hér væri um mjög mikið nauðsynjamál að ræða, þá væri samt ekki hægt að gera því hærra undir höfði en mörgum öðrum nauðsynjamálum. Þess vegna hefir n. lagt til, að málið yrði afgr. með þeirri rökst. dagskrá, sem hér liggur fyrir, og vona ég, að hv. flm. þáltill. sætti sig við þetta, eftir atvikum, þar sem þessu máli er áreiðanlega eins mikill sómi sýndur og mörgum öðrum.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að segja meira um þetta.