13.11.1935
Sameinað þing: 21. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 268 í D-deild Alþingistíðinda. (4961)

159. mál, afnotagjald útvarpsnotenda

Sigurður Einarsson [óyfir]:

Ég var nú á augnablikinu að tala við Gunnl. Briem um hlutfallið milli eyðslu straumtækis og rafhlöðutækis. Sagði hann, að straumtækið væri sem næst helmingi dýrara. Ef gengið væri út frá, að rafhlöðutæki kostaði 40 kr. á ári, mundi sama tæki kosta 80 kr., ef notaður væri rafstraumur, með því verði, sem er á rafmagni hér í Reykjavík. Er það þó ódýrara hér en viða annarsstaðar. Er mér kunnugt um, að í sumum litlum þorpum kostar kwst. 2 kr., og verður þá straumtækið þeim mun dýrara þar. Getur hver reiknað það hjá sér.

Þá er það einnig upplýst af Gunnlaugi Briem, að lampar í straumtækin séu helmingi dýrari, en viðhald þeirra þá vitanlega að sama skapi. Er þessi till. hefir því verið flutt í góðri trú um það, að rafhlöðutækin séu dýrari, vildi ég benda á þetta til athugunar fyrir þá n., sem fjallar um málið, og að bréf frá Gunnl. Briem frá í fyrra um þetta efni er geymt í þskj.