29.03.1935
Efri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í B-deild Alþingistíðinda. (502)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Baldvinsson:

Ég ætlaði aðeins að segja það, að við í fjhn. höfum ekki haft tækifæri til að bera okkur saman um allar þessar tillögur, en við erum sammála um að vera á móti brtt. frá hv. þm. S.-Þ. og hv. 10. landsk. Við álítum, að það sé hálfgerður skrípaleikur að ætla sér að fara að lækka kaup þm. niður í 8 kr. á dag. Það hefir stundum komið fyrir, að nýliðar á Alþ. hafa vakið máls á því að lækka kaup þm., en þm. vita það sjálfir, að þeir gera ekki betur en komast af með það kaup, sem þeir hafa.