07.11.1935
Efri deild: 63. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (543)

130. mál, fiskimálanefnd o.fl.

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er shlj. bráðabirgðal. frá 28. maí s. l. og er borið fram samkv. 23. gr. stjskr. Um þessi bráðabirgðal. hefir enginn ágreiningur orðið, frv. hefir gengið slysalaust gegnum Nd., og sjútvn. leggur með því.

Mín skoðun er sú, að til mála gæti komið, að athugað yrði, hvort ekki væri ástæða til að gera fleiri breytingar á þessum l., sérstaklega með tilliti til þess, sem nú er fram komið, að nokkrar breyt. muni verða á greiðslum til markaðsleitar. Mér fyndist ekki óviðeigandi, að einhver ákvæði kæmu inn í frv. þessu efni viðvíkjandi, án þess þó að það hafi verið rætt nokkuð í sjútvn. — F. h. n. legg ég til, að frv. verði samþ. óbreytt.