15.11.1935
Efri deild: 70. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í B-deild Alþingistíðinda. (572)

130. mál, fiskimálanefnd o.fl.

Jónas Jónsson [óyfirl.]:

Út af orðum hv. 1. þm. Skagf. vil ég upplýsa það, að Ásgeir Ásgeirsson vissi það, að eftir að mistekizt hafði stjórnarmyndun Framsfl. á þinginu vorið 1934, þá lýsti flokkurinn því yfir, að stj. væri sér óviðkomandi. Ég ætlast ekki til, að hv. þm. muni þetta, en hitt vil ég benda á, að um stjórnarskiptin var búið að safna saman 340 þús. kr. samkv. brbl., sem hv. þm. segist hafa gefið út, og þetta fé átti að fara í markaðs- og verðjöfnunarsjóð. Brbl. frá 20. ágúst voru því ekki annað en reformering á þessum sjóði. Þetta fyrirbrigði er eins og lækurinn, sem verður að á. Gjaldið er lagt á í maí af fyrrv. stj. Það var upphafið. Það getur vel verið, að það hafi verið eins með hv. þm. og utanríkismálan., að hann hafi ekkert vitað um þetta fyrr en síðar, en Ásgeir Ásgeirsson og Richard Thors voru löngu fyrir 26. maí búnir að taka sínar ákvarðanir með þennan skatt.