27.11.1935
Neðri deild: 84. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í B-deild Alþingistíðinda. (580)

130. mál, fiskimálanefnd o.fl.

Jóhann Jósefsson [óyfirl.]:

Mál þetta er nú komið hingað aftur frá hv. Ed. og hefir sætt þar miklum breyt., svo miklum, að nú má telja það nýtt frv. Málið hefir legið aftur fyrir sjútvn. til athugunar, og hefir orðið samkomulag um að gefa ekki út um það nýtt nál., en hinsvegar hefir minni hl. n., ég og hv. 6. þm. Reykv., áskilið sér rétt til þess að bera fram við það brtt.

Höfuðefnið í breyt. þeirri, sem frv. hefir fengið í Ed., er það, að nú er lagt þar til, að 6% gjaldið til markaðs- og verðjöfnunarsjóðs skuli afnumið. Eins og kunnugt er, var skattur þessi lagður á með samþykki allra flokka. Þegar það varð ljóst, að verðlag á fiski gerði allt annað en hækka, var þegar sýnilegt, að sjávarútvegurinn var ekki fær um að bera þetta gjald og því farið að ræða um afnám þess. Var fyrst rætt um það í stjórn sölusambands fiskframleiðenda. Ennfremur fóru fram umr. um afnám gjaldsins á milli atvmrh. og form. Sjálfstfl. Svar hæstv. atvmrh. við þessum málaleitunum kom svo hér í hv. d. undir umr. um afnám hins almenna útflutningsgjalds af sjávarafurðum. Eins og kunnugt er, var svarið að stjórnarflokkarnir hefðu samþ. að fella gjald þetta niður. Við sjálfstæðismenn vörum að sjálfsögðu samþykkir þessu. Áður en þessi umsögn ráðh. fékkst, höfðum við 6. þm. Reykv. lagt fram í sjútvn. till. um afnám þessa 6% gjalds. Aðalefni þeirrar till. var auk niðurfellingar gjaldsins það, að ef stj. feldi sig þurfa fé til þeirra greiðslna, sem skatturinn var ætlaður til, þá skyldi það fé tekið af gróða áfengissölunnar. En svo er afnám þessa gjalds sett sem brtt. við frv. þetta inn í það í Ed. Við 6. þm. Reykv. erum samþykkir megininnihaldi frv., eða því, sem snertir afnám 6% gjaldsins, en inn í frv. er komið ákvæði um nýjan skatt, sem nemur 1/2—3/4%, sem við hv. 6. þm. Reykv. erum ekki samþykkir og leggjum því til að verði fellt niður. Þá leggjum við ennfremur til, að þær framkvæmdir, sem í frv. er gert ráð fyrir að fela fiskimálanefnd, verði faldar sambandi ísl. fiskframleiðenda, og að annað orðalag frvgr. þeirrar, sem um þetta ræðir, breytist samkv. því.