27.11.1935
Neðri deild: 84. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

130. mál, fiskimálanefnd o.fl.

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Ég er hissa á því, að hæstv. ráðh. skuli leyfa sér að segja, að ég fari með villandi upplýsingar, þegar ég skýri frá því, að stj. hafi getað sagt upp Spánarsamningunum í fyrra, hefði hún viljað. En svo rekur sú upplýsing þessa fullyrðingu hans, að stj. hefði getað gert þetta í okt., hefði hún viljað, en það hefði aðeins verið óviðkunnanlegt, ef ekki hefði eitthvað sérstakt komið fyrir. En það, sem komið hafði fyrir, var þetta, að bæði hæstv. ráðh. og ég höfðum fengið nánari upplýsingar um þessa samninga og reynslu fyrir kostum þeirra og göllum. Hér var því komin fullgild ástæða fyrir uppsögn samninganna. Hæstv. ráðh. hefir því tekið á sínar herðar alla ábyrgð af viðhaldi þessara samninga. Og ég ámæli honum fyrir það. Hvenær sem um þetta er rætt, reyrist snaran að hálsi honum, ekki síður en mér og öðrum hv. þm.

Það er ekki rétt, sem hæstv. ráðh. sagði síðast í ræðu sinni, að við sjálfstæðismenn hefðum að vísu verið sammála um, að það bæri að létta af 65 gjaldinu, en við hefðum hinsvegar ekkert gert til þess annað en að bera fram till. um að koma því yfir á ríkissjóð. Við höfum borið fram till. um að létta þessu gjaldi af, en ef ríkisstj. telur sig þurfa á uppbót að halda, þá vildum við, að það yrði tekið af ágóða áfengisverzlunarinnar.

Þá kem ég að ræðu hv. 2. þm. Reykv., en ef hæstv. forseti óskar eftir, get ég frestað framhaldi ræðu minnar. [Frh.].