12.10.1935
Sameinað þing: 14. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2351 í B-deild Alþingistíðinda. (59)

Kæra um kjörgengi

Forseti (BÁ):

Ég ætla að lesa hér upp till., sem mér hefir borizt í hendur frá minni hl. kjörbréfanefndar. Hún er svo hljóðandi:

„Að framkomin krafa miðstjórnar Bændaflokksins verði af Alþingi tekin til greina, þannig að úrskurðað verði, að Magnús Torfason, 2. landsk. þm., eigi að víkja af þingi, en í staðinn komi Stefán Stefánsson, fyrsti varaþingmaður Bændaflokksins, og verði kjörbréf hans samþykkt.“

Þessi till. liggur einnig fyrir til umr.