05.11.1935
Efri deild: 61. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 516 í B-deild Alþingistíðinda. (606)

129. mál, sala og útflutningur á ýmsum íslenzkum afurðum

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Ég skal að sjálfsögðu taka til velviljaðrar athugunar till. hv. 1. þm. Reykv. um að bæta mönnum í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd, og fela henni svo þetta starf. Annars skal ég taka það fram, að þetta hefir komið til tals í stj., að spara t. d. skrifstofuhald með því að fela gjaldeyrisnefnd úthlutun útflutningsleyfanna, og fjölga jafnframt í henni, svo þessi till. er ekkert nýmæli fyrir mig.

Annars ber þess að gæta í sambandi við slíkar umr. sem þessar, þegar rætt er um það, að kaupendur séu látnir kaupa ýmsar vörur í einu ákveðnu landi, þar sem þær séu dýrari en annarsstaðar, þá liggur eitthvað sérstakt til grundvallar fyrir því, eins og t. d. í þessu tilfelli, þá eru það verzlunarsamningar á milli tveggja ríkja. Þó er það alls ekki svo, að iðnaðarvörukaupendunum hafi verið eingöngu beint til Þýzkalands. Það hefir í ýmsum tilfellum ekki verið hægt, því að verðmismunurinn hefir verið svo mikill.