12.11.1935
Neðri deild: 71. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 518 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

129. mál, sala og útflutningur á ýmsum íslenzkum afurðum

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Þetta frv. er að mestu leyti shlj. bráða

birgðal., sem samþ. voru á fyrri hluta þessa þings, sem nú stendur yfir. Sá munur er á bráðabirgðal. og þessu frv., sem hefir orðið fyrir breyt. í hv. Ed., að það gerir ráð fyrir því, að velting útflutningsleyfa verði í höndum n., sem skuli vera skipuð hinum þrem stjórnskipuðu meðlimum innflutnings- og gjaldeyrisnefndar auk annara manna.

Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta mál. Það ætti að vera öllum ljóst, að það er með öllu ótækt, að hending ein sé látin ráða um það, hvernig útflutningi íslenzkra afurða sé skipt á einstök lönd. Við þurfum að reyna að sveigja útflutninginn þangað, sem mestir möguleikar eru fyrir því, að gjaldeyririnn verði notaður til kaups á nauðsynjum fyrir okkur, og jafnframt verður að fyrirbyggja það, að útflutningnum sé úr hófi fram veitt til landa, þar sem sérstakir örðugleikar eru á því að notfæra vörur. Hér er eitt land í álfu, sem nokkuð hefir borið á, að hafi á þessu yfirstandandi ári og jafnvel á síðasta ári selt einstakar vörutegundir fyrir hærra verð en markarðsverði nemur fyrir sömu vöru á sama tíma. Það liggur því í augum uppi, að afleiðingin yrði sú, að sala okkar útflutningsvara mundi mjög beinast til þessa lands, ef sérstakar ráðstafanir væru ekki gerðar til þess að hindra það. Nú er þess að geta, að þó vörur seljist í þessu landi fyrir nokkuð hærra verð en í öðrum löndum, þá getur ekki annað verið en að einhverjir ágallar séu á viðskiptunum við þetta land, því sjálfsagt mundi verðið verð hið sama þar og í öðrum löndum, ef greiðslu- og viðskiptakjör væru hin sömu þar og annarsstaðar. Enda hefir það brunnið við, að dráttur hefir viljað verða á greiðslum þaðan, þannig t. d. að vörur, sem seldar voru þangað í nóv. 1934, fengust ekki afreiknaðar gegnum banka hér fyrr en í apríl s. l. Er því örðugra vegna þessara takmarkana að nota valutu til vörukaupa frá þessu landi en öðrum, og því fremur, sem Þjóðverjar hafa aðallega iðnaðarvörur að bjóða, en minna af þeim vörutegundum, sem okkur eru mest nauðsynlegar.

Þetta er í stuttu máli ástæðan fyrir brbl., sem stj. óskar nú að fá staðfest með þessu frv.