13.11.1935
Neðri deild: 72. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í B-deild Alþingistíðinda. (630)

129. mál, sala og útflutningur á ýmsum íslenzkum afurðum

Jóhann Jósefsson [óyfirl.]:

Ég stend eigi upp til mótmæla í þetta sinn, heldur aðeins til að árétta þessar umr., sem nú hafa sérstaklega snúizt að viðskiptunum við Þýzkaland. Það virðast allir sammála um, sem hér hafa tekið til máls, að það sé mjög æskilegt, að gott samkomulag haldist áfram um verzlunarmálin milli Þýzkalands og Íslands, og að mönnum sé gefinn greiður aðgangur að því að selja til Þýzkalands þær vörur, sem við sjáum okkur fært að selja þangað. Í þessu sambandi vil ég minna á það, sem ég ímynda mér, að sendimaður þýzku stj., sem hér var í vor, hafi vikið að í viðtölum sínum við ríkisstj., að það er ekki nóg, að einhverjar vörur séu keyptar frá Þýzkalandi. Þeir óska, að tekið sé tillit til þeirra gömlu viðskiptasambanda, sem átt hafa sér stað milli landanna. Okkar viðskipti við Þjóðverja eru svo hverfandi lítil á þeirra mælikvarða, að þau gera engan verulegan mun á þeirra inn- og útflutningi. Hitt sagði hinn þyki sendimaður, að þeir óska mjög eftir því, að ekki sé kippt stöðunum undan þeim viðskiptagreinum, sem átt hafa sér stað, með því að banna algerlega innflutning á einhverjum vörutegundum, jafnvel þó ekki séu taldar beinlínis nauðsynlegar. Það vegur ekki upp á móti því, þó við kaupum e. t. v. tvöfalt eða þrefalt magn af öðrum vörum, sem við höfum ekki keypt þaðan áður. Það, sem óskað er eftir, er, að viðskiptin geti gengið sem hávaðalausast, án truflana og óþæginda. Það, sem óþægindum hefir valdið, er það, að hér hefir verið neitað um innflutningsleyfi fyrir voru, sem þó hefir verið gefinn fullur ádráttur um, að keypt yrði. Slíkt verður mjög að forðast. Því aðeins getum við notið hagnaðar af viðskiptum við aðrar þjóðir, að við reynum að fara eftir því, sem óskað er og um er samið. hér má ekki eingöngu fara eftir því, hvort við lítum á þá voru, sem um er að ræða í hvert skipti, sem lúxusvöru eða ekki.