13.11.1935
Neðri deild: 72. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í B-deild Alþingistíðinda. (640)

129. mál, sala og útflutningur á ýmsum íslenzkum afurðum

Hannes Jónsson [óyfirl.]:

Hæstv. fjmrh. var að reyna að slá sig til riddara og sýna, hvað hann stæði traustum fótum, með því að skýra frá því, að í fyrra var nokkuð af viðskiptum okkar við Þýzkaland greitt með frjálsri „valutu“. Þetta sýnir aðeins öfugt það, sem hæstv. ráðh. vili láta það sýna. Það sýnir, að í fyrra var ekki einungis hægt að fá flutt inn frá Þýzkalandi fyrir vörur, heldur var líka hægt að fá flutt inn fyrir frjálsa „valutu“, til þess að innflytjendur fengju að flytja það inn, sem þeir vildu. Þessi „valuta“ kemur í viðbót við það, sem hægt er að flytja inn fyrir framleiðsluvörur okkar. Það kemur ekki þessu deilumáli okkar við að tala um skipulagið á þessum viðskiptum, enda er það gert fyrir atbeina sendimanns okkar, sem fór til Þýzkalands.

Með þessu er búið að slá því föstu, að í fyrra var hægt að nota alla þá „valutu“, sem skapaðist fyrir framleiðsluvörur okkar, sem fluttar voru út til Þýzkalands. En nú verður að setja takmarkanir á innflutning frá Þýzkalandi, vegna þess, að það vantar „valutu“ og að við fáum ekki að selja vörur til Þýzkalands. Mér skilst, að það verði að draga úr sölu til Þýzkalands, vegna þess að ekki er hægt að beina viðskiptum þangað og fá innflutning þaðan á móti.

Ég nenni svo ekki að svara hæstv. ráðh. oftar, því ég er búinn að gera það í tveimur eða þremur ræðum.