15.02.1935
Efri deild: 2. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í B-deild Alþingistíðinda. (696)

8. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Ég gleymdi að geta þess í ræðu minni, að Nd. féllst á þá breyt., að fella burt 2. gr., sem fjallaði um það, að með þessum l. væru úr gildi numin l. frá 9. jan. 1935 um lántöku fyrir ríkissjóð. Það var af þeirri ástæðu, að ýmsir hv. þm. í Nd. töldu, að erlendir lánveitendur leggðu mjög mikla áherzlu á það, að ekkert annað standi í l. en lánsheimildin sjálf, og þess vegna væri réttast að nema fyrri lánsheimildina úr gildi með sérstökum l. Því var lýst yfir í Nd. af hv. 2. þm. Reykv. fyrir Alþfl. hönd, og af mér fyrir hönd Framsfl. og stj., að við mundum strax á mánudaginn flytja frv. hér á þingi um afnám þessarar lánsheimildar. Þá ætla ég að bera frv. fram, og nú mun það vera í þann veginn að vera að afhendast skrifstofunni til prentunar. Það er því alls ekki tilætlunin n. fara á neinn hátt aftan að Sjálfstfl. í þessu máli. Ég vona því, að hv. stjórnarandstæðingar geri sig ánægða með þessa yfirlýsingu og búist ekki við, að á bak við þetta liggi neinir hrekkir, því að það er síður en svo.

Hv. 1. þm. Reykv. talaði um það, að hann væri hissa á, að þessu máli væri flýtt svo mjög, þar sem fyrir hefðu legið yfirlýsingar frá miðstjórnum flokkanna. Sá, sem þessa lántöku annast fyrir hönd stj., lagði áherzlu á, að skoðun miðstjórnanna fengist, áður en þing kæmi saman, og eftir því, sem okkur hefir skilizt á skeytum hans, þá var það til þess að geta vitað, hvernig þingið tæki í þetta á sínum tíma, en ekki að hann treysti sér til að ljúka málinu að fullu án neinnar löggjafar. Þess vegna lagði hann áherzlu á að fá l. samþ. fljótt, til þess að heimild væri fyrir bendi, ef tækifæri gefst.

Hv. þm. talaði um það, að sér fyndist óþarfi að endurtaka lánsheimildina, sem er í l. um fiskimálan., en það er gert til þess að málið liggi ljósara fyrir þeim erlendu lánardrottnum og lánsheimildin sé í einu lagi og allur misskilningur sé útilokaður. Það er rétt, að þó að þessi I. verði samþ., þá er lánsheimildin samkv. l. um fiskimálan. ekkert skert. En ég veit, að það hefir verið síður að taka gilda yfirlýsingu frá stj., að hún muni ekki undir neinum kringumstæðum tvínota þetta. Hún mun ekki nota lántökuheimildina samkv. l. um fiskimálan. nema að þeim hluta, sem sú heimild er hærri en það, sem fer af þessu láni til fiskimálan. Þetta er skilningur stj., og hún mun aldrei nota þessa heimild á annan hátt en ég hefi nú skýrt frá.

Hann minntist á, að sér fyndist vel til fallið, að skýrt væri frá þeim kjörum, sem vænta mætti, að á þessu láni yrðu. Það mál liggur ekki svo ljóst fyrir enn, að um það sé hægt að gefa neina skýrslu nú. Þær bráðabirgðatölur, sem talað hefir verið um í þessu sambandi, geta breytzt. Mér þykir því ekki ástæða til að gefa skýrslu um þetta fyrr en ef til kemur, að lánið verður tekið. Lánsheimildin er nú einu sinni alltaf höfð þannig að það er á mati stj., sem heimildina fær, hvort kjörin eru aðgengileg eða ekki.

Ég vænti þá, að hv. 1. þm. Reykv. geri sig ánægðan með þær yfirlýsingar, sem gefnar hafa verið um afnám lántökuheimildarinnar, og sömuleiðis yfirlýsingar þær, sem gefnar hafa nú verið um notkun lánsheimildarinnar í l. um fiskimálan. Form. Sjálfstfl., sem á sæti í Nd., hefir gert sig ánægðan með þessa afgreiðslu málsins, enda hefir því verið lofað að flytja undir eins á mánudag frv. um afnám fyrri lántökuheimildarinnar.