18.02.1935
Efri deild: 6. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

9. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Eins og ég hefi tekið fram, vil ég ýta á, að þessu máli geti orðið lokið í dag, vegna þess loforðs, sem ég gaf um það, en þegar kemur ósk frá hv. 1. þm. Reykv., sem ég veit, að er nokkur ráðamaður í Sjálfstfl. þá vil ég ekki setja mig á móti því, að málinu verði vísað til n. og það athugað, sem hv. þm. minntist á, því að mér liggur ekki svo á að fá það afgr., að það megi ekki dragast til morguns. En ég fæ ekki í fljótu bragði séð, hvernig það verður gert, en að sjálfsögðu athugar sú n., sem það fær til meðferðar, hvernig frá því mundi verða gengið í þessu frv.