18.03.1935
Neðri deild: 29. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í B-deild Alþingistíðinda. (756)

23. mál, erfðir og skipti á dánarbúi

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Allshn. hefir athugað frv. þetta og er sammála um að leggja til, að það verði samþ. Teljum við nauðsynlegt að koma á slíkum samningum milli Norðurlandaríkjanna, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands. Þetta er í rauninni áframhald af áðurgerðum samningum milli þessara ríkja, um ýms ákvæði, er gilda skulu gagnkvæmt. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál. N. er öll samnála um frv. eins og Það liggur fyrir og því fylgir ýtarleg grg., sem hv. þdm. er kunn. Leggur n. einróma til, að frv. verði samþ.