28.02.1935
Neðri deild: 16. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 584 í B-deild Alþingistíðinda. (840)

10. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Jón Pálmason):

Við 1. umr. þessa máls gerði ég grein fyrir því, af hvaða sökum þetta frv. er flutt, og að nokkru leyti fyrir þeim ágreiningi, sem orðið hefir í sambandi við það á þingi og utan þings á undanförnum árum. Ég sé því ekki ástæðu til, nema sérstakt tilefni gefist, að fara út í þá hlið þessa máls við þessu umr.

Nú hefir landbn. athugað frv. og orðið sammála um að mæla með, að það verði samþ. Eins og nál. á þskj. 30 ber með sér, hafa þó tveir af nm. skrifað undir það með fyrirvara, hv. þm. Hafnf. og hv. þm. N.-M., og munu þeir að sjálfsögðu við þessa umr. gera grein fyrir því, í hverju sá fyrirvari þeirra er fólginn. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að lýsa honum, en mun svara þeim rökum, sem þeir hafa fram að bera, þegar þeir hafa gert grein fyrir sínum ástæðum.

Að svo mæltu vil ég; mælast til, að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað áfram til 3. umr.