15.03.1935
Efri deild: 26. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (854)

10. mál, jarðræktarlög

Frsm. meiri hl. (Bernharð Stefánsson):

Eins og nál. á þskj. 120 ber með sér, hefir landbn. ekki orðið sammála um frv. Meiri hl., en hann skipum við tveir og hv. 2. þm. Rang., lítur svo á, að eðlilegast sé, að Búnaðarfél. Ísl. skipi sjálft stjórn sína, og því leggjum við til, að frv. verði samþ. Frá minni hendi er sú endanlega samþ. frv. bundin því skilyrði, að það samkomulag, sem fengizt hefir um skipun þessara mála, haldist.

Minni hl. hefir ekki skilað áliti, svo mér sé kunnugt, og skal ég ekki frekar fara út í þær ástæður, sem urðu til þess að n. klofnaði um málið.