16.03.1935
Neðri deild: 30. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í B-deild Alþingistíðinda. (863)

88. mál, meðferð, verkun og útflutningur á sjávarafurðum

Jóhann Jósefsson:

Eins og grg. ber með sér, er frv. þetta flutt eftir tilmælum fiskimálanefndar, og virðist það vera nauðsynleg lagaráðstöfun til þess að n. fái það vald um íhlutun hvað snertir verkun, meðferð og umbúðir útfluttra sjávarafurða, sem hún þarf að hafa til þess að fullnægja verkefni sínu. Um þetta efni eru áður til fyrirmæli í 1. nr. 88 19. júní 1933, en þau ná aðeins til þess fiskjar, sem fluttur er til Stóra-Bretlands. Þetta frv. aftur á móti nær til allra útfluttra sjávarafurða hvert sem þær eru fluttar, og er því lagt til, að niður falli 2. gr. fyrrnefndra laga, en það er sú gr., sem ræðir um fiskútflutning til Stóra-Bretlands.

Ég vil svo aðeins taka fram, að í frv. er einungis að ræða um heimild handa ríkisstj. til þess að setja ákvæði um þetta efni með reglugerð, að því er snertir þær sjávarafurðir, sem ekki eru til sérstök fyrirmæli um í lögum áður. En eins og menn vita, þá eru ákvæði um saltfiskinn í mótslögunum, og um lýsi eru einnig til sérstök fyrirmæli. Þau ákvæði standa öll óbreytt, þó þetta frv. verði samþ.

Sjútvn. stendur öll að þessu máli og þar sem hún flytur frv., vil ég mælast til, að því verði vísað beint til 2. umr., að þessari umr. lokinni.