25.03.1935
Efri deild: 34. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (915)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Frsm. (Jón Baldvinsson) [óyfirl.]:

Þetta frv. er flutt í Nd. af meiri hl. fjhn. þar og fjallar um það að leggja þann kostnað, sem nú er við ýmsar nefndarstofnanir, sem fást við sölu afurðanna, yfir á afurðina, í stað þess, að hann er nú greiddur úr ríkissjóði. Með því að þetta getur orðið mikill kostnaður, sennilega ekki fjarri 100 þús. kr. á ári, þá er ekki nema eðlilegt, að slíkur kostnaður greiðist af þeim afurðum, sem verið er að vinna fyrir. Þykir okkur því í fjhn. rétt að samþ. frv.

Hv. 1. þm. Reykv. hefir að vísu áskilið sér fyrirvara og kemur víst fram með till. til breyt. á einhverjum ákvæðum frv. En ráð er till. okkar hinna í fjhn., að frv. verði samþ. óbreytt.