30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í B-deild Alþingistíðinda. (953)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Magnús Guðmundsson:

Ég hefi gaman af að heyra hæstv. ráðh. neita því, að hann hafi gefið Korpúlfsstöðum sérstakan rétt, þegar hann er sjálfur nýbúinn að lesa upp bréf frá 14. jan. þ. á., þar sem búinu er leyft að framleiða á tiltekinn hátt mjólk, skyr og rjóma. (Forsrh.: Það er enginn sérstakur réttur). Jú, það er sérstakur réttur, gefinn með sérstöku bréfi, en rúmum mánuði síðar er sá réttur tekinn aftur með öðru bréfi. Þennan hringlandahátt hefi ég vítt. — Ég óska hæstv. ráðh. til lukku með úrslit þessarar deilu!!!