07.03.1935
Neðri deild: 22. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í B-deild Alþingistíðinda. (997)

30. mál, útrýming fjárkláða

Frsm. (Jón Pálmason):

við 1. umr. þessa máls hér í d. bar nokkuð á óánægju út af því, að í þessu frv., sem fyrir liggur, er ekki heimild til þess að undanskilja svæði á landinu, sem vera kynni óhætt að undanskilja útrýmingarböðun, sem hér um ræðir. Því flytur landbn. nú brtt. við frv. sitt, og er hún á þá leið, að ráðh. getur undanskilið þau svæði, þar sem kláða hefir ekki orðið vart í sauðfé síðustu fimm árin og Búnaðarfélag Íslands álítur, að ekki stafi hætta af um smitun af sýktu fé frá öðrum sýktum svæðum.

Ég vænti, að þessi till. fullnægi þeim, sem töldu þessa annmarka sérstaklega í vegi fyrir því, að þeir gætu fylgt þessu frv. En eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu á síðasta Alþ., eru naumast líkur til, að hér geti verið um önnur svæði að ræða heldur en Skaftafellssýslu. En sem sagt, er það ekki samkv. Þessum brtt. á valdi þingsins að ákveða í þessu efni. hvernig með skuli fara, heldur ráðh., að fengnum till. þeirra aðilja, sem hér eru nefndir.