05.05.1936
Sameinað þing: 17. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (102)

1. mál, fjárlög 1937

Frsm. fyrri kafla (Jónas Guðmundsson):

Það sýnist næstu óþarft, ef dæma ætti eftir skipun þingsins núna, að hafa langa frumsögu, þar sem ekki eru nema fáir til þess að hlýða á þær niðurstöður og þau rök, sem liggja fyrir þeim till., sem fjvn. hefir nú borið fram, en ég mun þó telja mér skylt að fara nokkrum orðum um fjárlfrv. eins og það er nú orðið með þeim till., sem fjvn. nú ber fram, og svo mun ég minnast á hinar einstöku till. eftir því, sem ég kem að þeim.

Það er um þetta frv. að segja, að fjvn. og sérstaklega meiri hl. hennar, stjórnarliðið í n., hefir við framhaldssamningu þessa frv. framfylgt þeirri stefnu, sem áður var framfylgt við samningu frv., sem sé þeirri, að leitast við að draga ekki úr þeim útgjöldum, sem ætluð eru til verklegra framkvæmda í landinu. Sú hefir verið og er stefna stjórnarflokkanna við samningu fjárlfrv., og af þeirri ástæðu er það, sem fjárlfrv. er svo hátt sem raun ber vitni um, hærra en nokkru sinni áður. Það er skoðun okkar, að með því megi nokkuð vinna á móti því atvinnuleysi, sem skapast af utan að komandi örðugleikum í atvinnulífi þjóðarinnar, en niðurfærsla fjárl. er ókleif nema með því einu að skera niður að verulegum mun framlag til verklegra framkvæmda eða draga stórkostlegu úr framlagi til mennta- og heilbrigðismála. Ekkert af þessu gerir þingið fyrr en í nauðir rekur.

Hv. þm. er sjálfsagt öllum ljóst, hversu erfitt verk er að semja fjárlfrv. sem þetta: það er ekki hægt að byggja að neinu leyti á því ári, sem er næst á undan því, sem fjárlögin eru samin fyrir, og þar af leiðandi er ekki hægt að fara eftir því, sem helzt ætti að fara eftir. Það er þess vegna mín skoðun, að innan ekki mjög langs tíma verði óhjákvæmilega að gera þá breyt., að annaðhvort verði fjárlagaárinu breytt þannig, að það byrji laust eftir þinglok, t. d. 1. júní, ef þingið er haldið um það leyti árs, eða þingið verði haldið síðari hluta sumars, til þess að hægt verði að byggja á þeim niðurstöðum, sem síðasta ár hefir fært manni. Ég veit, að enginn einstaklingur treystir sér núna til þess að gera fjárhagsáætlun fyrir sjálfan sig fyrir árið 1937, ef nokkurt vit ætti að vera í því, vegna þess að kringumstæðurnar geta breyzt svo á þessum tíma. Hér hjálpar það þó nokkuð, að allmargir og stórir liðir fjárl. eru fast bundnir frá ári til árs.

Áður en ég minnist á einstakar brtt., vil ég sérstaklega minnast á eina gr. fjárl., sem oft kom til umr. í fjvn., og það er 18. gr., sem nær yfir eftirlaun og persónustyrki og er nú 10 bls. eða stærst af öllum gr. fjárl., þó að hún sé ekki hæst að því, er krónutal snertir, og það er varhugaverðast við þessa gr., að hún blæs út frá ári til árs svo óðfluga, að tæplega verður rönd við reist. Það er mín skoðun, að hér sé komið inn á skakka braut, og er æskilegt, að þessi gr. verði tekin burt úr fjárl. Nú hefir þessu fólki verið ákveðinn persónustyrkur, sem ætlazt er til, að það haldi meðan það lifir, og á þessa styrki greiðist dýrtíðaruppbót, ef þeir eru það lágir, að þeir falli undir dýrtíðaruppbót. Það er því langréttast að losa sig við þetta úr fjárl. og leggja greiðsluna á þessu undir tryggingarstofnun ríkisins, því að þessir styrkir eru í rauninni ekkert annað en tryggingarfé, sem þingið úthlutar því fólki, sem lengri eða skemmri tíma hefir verið í þjónustu þess opinbera og ekki á neina tryggingu í ellinni, eða þegar það lætur af þessum störfum. Þessi breyt. á fjárl. mundi áreiðanlega spara fjvn. og þinginu mjög mikinn tíma. Nú fer það vitanlega svo, að eftir að tryggingarstofnunin er tekin til starfa, fellur mikið af þessu fólki undir þá tryggingarstarfsemi, og þess vegna verður verkefni þingsins gagnvart þessu fólki miklu minna í framtíðinni en hingað til hefir verið. Ég vildi því skjóta því hér fram til þeirra, sem næst koma til með að fjalla um samningu fjárl., hvort ekki sé rétt að athuga það í sambandi við tryggingarstofnun ríkisins að taka blátt áfram allt það fólk, sem fær þessa styrki, út úr og leggja fram fé til þess úr ríkissjóði og láta svo tryggingarstofnunina annast þessa greiðslu framvegis.

Ef menn líta aðeins á þær till.,, sem nú liggja fyrir viðvíkjandi 18. gr., þá sést það, að þær eru flestar svo lágar, að þessir styrkir eru í rauninni mjög lítils virði fyrir þetta fólk, og ég held að það mundi velflest fá sízt minni styrki, ef það félli beinlínis undir tryggingarlöggjöfina.

Ég vænti þess, að hæstv. fjmrh. athugi fyrir samningu næstu fjárl. þetta atriði.

Skal ég svo ekki fara fleiri orðum um fjárl. í heild, en snúa mér að þeim till., sem hér liggja fyrir. Samt er rétt að geta áður um það, hvernig niðurstaða fjárl. er, þegar búið er að taka tillit til þeirra till., sem fyrir liggja. Þær raunverulegu útgjaldatill., sem n. flutti við þessa umr., nema 158 þús. kr., en tekjuaukatill., sem n. flutti. nema ½ millj. kr. Ég mun minnast á þær hverja fyrir sig síðar.

Raunverulegar tekjur fjárl. verða, þegar tekið er tillit til þeirra till., sem fjvn. flutti, 16 millj. 57 þús. kr., en raunveruleg rekstrarútgjöld eru 14 millj. 385 þús. kr. Mismunurinn, eða tekjur umfram bein rekstrarútgjöld, er því 1 millj. 672 þús. kr., og er þeirri upphæð ætlað að mæta afborgun lána, sem áætluð er 1 millj. 351 þús., og lögboðinni framhaldsgreiðslu, sem áætluð er 210 þús. kr., og útgjaldaaukning samkvæmt till. n. nemur 158 þús. kr., samtals 1 millj. 719 þús. kr. Raunverulegur rekstrarhalli á fjárlfrv. yrði því, ef till. n. yrðu samþ., 47 þús. kr. Ef sjóðsyfirlitið er aftur á móti tekið og fyrningar eru teknar út úr í þessum útreikningi, þá yrði tekjuhlið frv. 16 millj. 352 þús. kr., en útgjaldahliðin 16 millj. 399 þús. kr.; mismunurinn yrði 47 þús. krónur.

Þá skal ég víkja að þeim brtt., sem heyra undir fyrri kafla fjárl.

4 þær fyrstu eru aðallega um það að hækka áætlunarupphæð á nokkrum tekjuliðum ríkissjóðs. Allar þessar upphæðir eru það lágt áætlaðar, að ef á árinu 1937 þarf ekki að draga meira úr innflutningi til landsins en gert var 1935, þá má gera ráð fyrir, að þessar tekjur standist með þeirri hækkun, sem hér er farið fram á. Um 5. till., sem er um ýms útgjöld landssímans, er það að segja, að það er ekki um neina hækkun að ræða, heldur er gert ráð fyrir, að síminn greiði þúsund kr. til fyrrv. símaverkstjóra, og skal því fé varið eftir till. landssímastjóra. Er þetta sambærilegt við það, sem vegamálastjóri og fræðslumálastjóra er heimilað að gera. — Allar þessar upphæðir eru smáar, og er gert ráð fyrir, að þessi liður verði síðar fastur í rekstri símans.

6. till. er um 15 þús. kr. framlag tili aukningar símakerfinu. Þetta er gert með tilliti til þess að byggja fjölsíma milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það er áætlað að hann kosti 40 þús. kr., og á að greiða helming upphæðarinnar 1937 og hitt 1938; með þessu sparast á öðrum símakerfum 5 þús. kr., og á þennan hátt er hægt að koma fjölsímanum á strax 1937, eða jafnvel 1936, ef samningar tækjust vel.

7. brtt. er einnig um landssímann. Frv. gerir ráð fyrir 50 þús. kr. til nýrra símalína, en n. leggur til, að sú upphæð verði hækkuð um 5000 kr., og hefir í till. sínum skipt henni þannig niður.

Blönduhlíðarsími .... kr. 9500

Dalatangalína .............. — 9500

Bakkafjarðarlína .............. — 2500

Ásólfsstaðasími ............... — 5500

Kelduhverfislína .............. — 7500

Brunnhóll-Flatey-Hornslínu — 10000

Grenjaðarstaðalína ............... — 6000

Setberg-Hallbjarnareyri ......... — 5000

Þetta eru samtals ............... kr. 55000

Í till. símamálastjóra var fyrst á blaði, að fjölsímanum frátöldum, till. um nýja línu frá Sandeyri til Hesteyrar. Það er 25 þús. kr. sími, sem er mjög mikil nauðsyn á, að verði lagður sem fyrst. En á síðasta ári fór fram viðgerð á talstöðinni á Hesteyri, og mætti ætla, að sú viðgerð dygði næsta ár, ef hún hefir verið sæmilega framkvæmd, og því ætti ekki að þurfa að taka upp fjárveitingu í þennan síma, fyrr en árið 1938.

Þá er 8. brtt. Hún er um ríkisútvarpið og er raunar aðeins leiðrétting. Þetta er að vísu 5000 kr. lækkun á dagskrárfénu, en hún er gerð sem leiðrétting, eins og allir geta séð, sem athuga frv. Þó er það til athugunar nú hjá fjvn., hvort rétt sé að fella niður þessar 5000 kr., eða hvort ekki mundi heppilegra að auk, dagskrárféð um 100 kr. á viku, en til þess þarf að hækka upphæðina í frv. um 200 kr., og kemur e. t. v. fram till. um það áður en umr. er slitið.

Þá er 9. brtt., sem er um skrifstofufé sýslumanna. Á síðasta þingi voru teknar upp 10000 kr. til þess að bæta upp skrifstofufé bæjarfógeta. Nú eru til samræmis við það teknar upp 5000 kr. til þess að bæta upp skrifstofufé þeirra sýslumanna, sem erfiðust umdæmi hafa.

Þá er 10. brtt., sem er um að taka upp 2000 kr. fjárveitingu samkv. l. um fangelsi, sem gera ráð fyrir, að árlega sé ætlaður nokkur styrkur til fangahúsbygginga, sem renni til þess staðar, sem í hvert sinn er talinn hafa mesta nauðsyn á að koma upp fangahúsi.

11. brtt. er aðeins leiðrétting, gerð eftir ósk þeirra, er hlut eiga að máli, tilfærsla milli tveggja hreppa í sama læknishéraði. Aftur er 12. brtt. og allir undirliðir hennar nýir læknisvitjanastyrkir, sem n. hefir ekki séð sér fært að leggjast á móti.

13. brtt. er um byggingarstyrk til fávitahælisins á Sólheimum, sem áður hefir fengið styrk. N. er kunnugt um, að þetta hæli á við mikla erfiðleika að stríða; á því hvíla, miklar skuldir, og er nauðsynlegt að hjálpa því, þar sem þetta er eina hælið hér á landi, þar sem hægt er að koma fávitum fyrir. Sama er að segja um 14. brtt., sem er um að hækka það fé, sem ríkisstj. hefir til umráða til þess að styrkja fávita á hælum, úr 5000 kr. upp í 10000 kr. Till. lágu fyrir um þetta við 2. umr. og voru þá teknar aftur. Nú vill fjvn. mæla með því, að þessir styrkir séu teknir upp, og ganga þeir sjálfsagt að langmestu leyti til þessa eina hælis, sem hér er rekið í þessu skyni.

Þá er komið að sjö nýjum vegum, sem teknir eru upp í till. n. Um hvern þeirra fyrir sig hirði ég ekki að ræða. Það eru allt nýir vegir, sem ekki hafa áður verið í fjárlfrv., nema einn, Breiðadalsheiðarvegur, sem af vangá komst ekki inn við 2. umr., en fjvn. tekur nú upp 5 þús. kr. hækkun til. Hinir vegirnir eru allir nýlega teknir í þjóðvegatölu, og eru á þeim leiðum, sem nauðsynlegt þykir að veita fé til.

23. brtt. er um brúargerðir, og er þar ætlazt til, að 90 þús. kr. verði varið til brúargerða á árinu 1937. Að vísu er það svo um brúargerðirnar, að þær hafa á árinu 1935 farið allverulega fram úr því, sem fé var veitt til, og hefir mismunurinn verið færður yfir á árið 1936. Þá upphæð er vitanlega ekki hægt að greiða af fjárveitingunni 1936, nema með því að draga úr þeim brúargerðum, sem fyrirhugaðar hafa verið. Sá þetta fært áfram yfir á árið 1937, hljóta hinsvegar einhverjar þeirra brúa sem fjvn. gerir ráð fyrir, að byggðar verði 1937, að bíða, nema upphæðin, sem notuð er 1936, eða eitthvað af henni, sé færð á fjáraukalög. Um þetta vill fjvn. ekki taka sérstaka afstöðu. Það hlýtur að koma að því, að draga verði úr brúagerðunum vegna þess fjár, sem notað hefir verið fyrirfram, en hinsvegar hefir n. skipt þessum 90 þús. kr., sem hún gerir ráð fyrir, að veittar verði nú, niður á þær brýr, sem hún telur liggja mest á, og ætlast til, að þær verði byggðar í þeirri röð, sem n. tiltekar, eins og vant er að gera í nál., en af því n. gefur eigi út nál. að þessu sinni, vil ég fyrir hennar hönd lesa upp, hvernig röðin er:

Skjálfandafljótsbrú ................. kr. 12500

Brú á Fjarðará í Seyðisfirði (fyrri

greiðsla af 20 þús. kr.) .......... — 10000

Brú á Torfustaðagróf í Fljótshlíð .... — 3000

Kvoslækjará í Fljótshlíð .......... — 5000

Bæjará í Reykhólasveit ............. — 7000

Hólsselskíll á Fjöllum ............. — 9000

Njörfadalsá á Fagradal . . . . . . . . . . — 5000

Holtsá undir Eyjafjöllum .......... — 18500

Hellnaá í Skagafirði ................ — 5000

Fróðá í Snæfellsnessýslu ........... — 1500

Þetta eru samtals 92 þús. kr.

Þá koma hér ýmsir smáliðir, styrkir til ferjuhalds og ferjumanna á nokkrum stöðum, þar sem erfitt er að komast yfir óbrúuð vatnsföll. Hirði ég ekki um að telja þá upp; hv. þm. sjá á brtt. hverjir þeir eru. Þetta eru allt smástyrkir, sem eru varla þess virði að eyða miklum tíma í þá, en vafalaust eru þeir þó þarfir, og nauðsynlegt að halda uppi sæmilegum ferjum á þessum vatnsföllum, á meðan þau eru óbrúuð.

Þá er hér tekinn upp gistingarstyrkur að Heiði í Gönguskörðum, og er hann færður inn á þá upphæð, sem í frv. er ætluð til gistingarstyrkja.

Þá gerir n. till. um að veitu 8000 kr. til sæluhúsbyggingar á Meltanga í Austur-Skaftafellssýslu. Er talin mjög mikil þörf á að byggja sæluhús á þeim stað.

Þá eru hér loks tekin upp þrjú framlög til bryggjugerða, sem sé til Ólafsfjarðar allt að 3000 kr., og til Súðavíkur 1000 kr., enda verði bryggjan eign hreppsfélagsins, en þar mun standa svo á, að hreppsfélagið á nú ekki neina byggju, svo að menn hafa orðið að notast við bryggju, sem einstakur maður á. Nú mun hreppsfélaginu standa til boða að kaupa það mannvirki; og munu menn hafa í huga að gera endurbætur á því. Væri því óskandi, að á næstu fjárlögum yrði hægt að veita meiri styrk, ef bryggjan verður þá orðin eign hreppsfélagsins, svo hægt verði að gera hana þannig úr garði, að hún komi íbúum að fullum notum. Svo er loks 2500 kr. hækkun til bryggjugerðarinnar í Ólafsvík.

Áður en ég lýk máli mínu, vil ég minnast á vitaféð, sem að vísu er ekki tekið upp á þessa gr., heldur 20. gr., þó vitamálin séu hér. Fjvn. ætlast til, að af vitafénu verði varið á árinu 1937 allt að 5000 kr. til ljósmerkja á hættulegum siglingaleiðum við Breiðafjarðareyjar. Þá er einnig gert ráð fyrir, að á árunum 1936–1937 verði lokið byggingu þeirra miðunarstöðva á Reykjanesi og í Vestmannaeyjum, sem mælingar hafa verið gerðar um á undanförnum mánuðum, en sem að vísu er ekki svo á veg komið, að unnt sé að segja um, hvort það er heppileg ráðstöfun að byggja slíkar stöðvar. Vitanlega verður fénu ekki eytt til þeirra fyrr en það mál er upplýst. Verði miðunarstöð ekki byggð á Reykjanesi, er fyrst og fremst radíovitinn á Reykjanesi, sem byggja verður á árunum 1936–1937, og svo er loks Óshólaviti á Vestfjörðum og vitar á Skagafirði, er lengi hefir staðið til, að reistir yrðu og vafalaust verða byggðir á árinu 1937, ef fjárveitingu hrekkur til þess. Að öðru leyti hefir fjvn. ekki viljað skipta sér af sundurliðun þessa fjár af skiljanlegum ástæðum, þar sem hvorki er vitað með vissu, hvort miðunarstöðvarnar verða byggðar, eða hvenær ráðizt verður í að koma upp radiovitanum á Reykjanesi, sem þingið er margbúið að viðurkenna, að eigi að byggja, og fé er í rauninni fyrir hendi til af fjárveitingunni 1936.

Ég skal svo ekki orðlengja frekar um þær brtt., sem falla undir minn kafla af frv. Ég er ennþá ekki farinn að lesa till. einstakra þm., og get því ekki minnzt á neina þeirra fyrr en hv. þm. hafa mælt fyrir þeim.

Viðvíkjandi styrknum til flóabátaferðanna vil ég segja það að hann er óbreyttur í frv. frá því, sem hann var þegar það var flutt. Ég sé á nál. á þskj. 515 frá sameinuðum samgmn. beggja d. að þessu fé hefir nú verið skipt, og er það gert á svipaðan hátt og verið hefir undanfarin ár. og geri ég því ráð fyrir, að þingið samþ. þennan lið óbreyttan.