18.03.1936
Neðri deild: 27. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

8. mál, fóðurtryggingarsjóðir

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti! Ég verð aftur að gera það sama og um daginn, að vita framkomu hv. þm. Borgf., og ekki aðeins hans, heldur líka hv. þm. Mýr.

Þegar landbn. er búin að koma sér saman um alla liði, nema atkvgr. í hreppunum, sem þessir þm. gerðu ágreining um, þá koma þeir hér í hv. d. með brtt., sem þeir hafa aldrei borið undir n. Þeir eru með brtt. n. á þskj. 151, en síðan koma þeir með brtt. á þskj. 173, þar sem þeir leggja til m. a. að kljúfa eina gr., sem þeir eru búnir að samþ. og hafa ekki komið með neinn ágreining um, og þeir hafa kannske ekki breytt einu einasta orði. Slíkar breytingar eru aðeins gerðar til þess að breyta, og í engum öðrum tilgangi. Er það mjög óviðkunnanlegt að þegar þeir eru búnir að vera sammála í n., þá skuli þeir konur með sérbrtt. um orðalag eða atriði, sem þeir hafa ekki minnzt á í n. Þetta gerir okkur ekkert til í meiri hl. n., okkur er sama hvað málið snertir. Þeir vilja bæta aftan við 4. brtt. n. nokkrum orðum. Þetta er ekki breyt., sem gerir nokkuð til. En úr því, að þessir hv. þm. sjá ástæðu til að koma með þessa brtt. hér, þá áttu þeir að koma með brtt. í n. En að standa saman um nál., og gera svo brtt. við sitt eigið nál., það eru óhæf vinnubrögð, sem tefja fyrir störfum n. og þingsins.

1. brtt. á þskj. 173, frá þeim hv. þm. Borgf. og hv. þm. Mýr., er um að orða um 4. brtt. n. Um eitt atriði er þar um efnisbreyt. að ræða, um atkvgr. viðvíkjandi samþykktum um stofnun fóðurtryggingarsjóða. Hv. flm. brtt. vilja láta leggja þann grundvöll fyrir slíkum samþykktum, að þær gildi, ef meiri hl. þeirra manna, sem greitt hafa atkv. alls í hreppunum hafa verið með henni. En við hinir nm. viljum, að það sé lagt til grundvallar, að meiri hl. hreppanna hafi greitt atkv. með samþykktinni. Þarna er eðlismunur.

Okkur finnst eðlilegra, að hrepparnir ráði þessu, þannig að heildarniðurstaða atkvgr. hvers hrepps komi fram sem atkv. við atkvgr. um samþykkt, af því að allsstaðar í okkar löggjöf er svo ákveðið, að fulltrúar komi fram fyrir hreppa og sýslufélög, þegar greiða skal atkvæði um málefni almennings. Um þetta var ágreiningur í n., en ekki um neitt af hinum öðrum atriðum frv. Hin ágreiningsatriðin koma öll til greina, fyrst eftir að hv. flm. brtt. á þskj. 173 eru búnir að lýsa því yfir, að þeir séu samþykkir brtt. n. að öðru lyti en því, sem ég hefi tekið fram. Það eru þessi vinnubrögð, sem ég vil vita. Og þess vegna vildi ég alvarlega beina því til hv. þm. Borgf. og hv. þm. Mýr., að svo framarlega sem vinnubrögð okkar hér á þingi eiga að vera sæmileg, þá verða nm. að koma með aths. sínar og brtt. fram í n., en vera svo ekki að koma með allskonar brtt. eftir að n. er búin að skila áliti um atriði, sem ekki hefir verið minnzt á í n. Slíkt atferli hlýtur að verða til þess að vekja umr. og tefja tímann.